Inga fór til Katrínar og Bjarna í New York ,sem fóru með alla fjölskylduna til Canada, Niagrafossa og í mikið vatnsæfintýraland.    Ég fékk konu til að keyra bílinn fyrir mig því ég ætlaði að leika mér á mínum Willýs inn á hálendi enn það var ekki nógu gott veður svo að ég fór stuttar ferðir á Föstudaginn langa á  Heiðinahá og þar í kring  og á laugardaginn á  Hengilsvæðiðið  í góðu veðri og færi.  Þá lætur maður eins og 17 ára og endaði með því að ég sleit sundur bremsurör að framan en gat blindað það, svo bremsurnar  virkuðu í lagi að aftan, svo brotnaði hjöraliðskross og síðast festist framdrifið, þá var gott að hafa driflokurnar, þannig að ég varð að hætta að leika mér og fara heim fyrr en ég ætlaði og nú er bara að leggjast undir Willann og hefja viðgerðir.  Auðvita á maður ekki að stökkva svona á Willýs ´47.  Þetta var samt þræl gaman.   4.5 metrar.

4 athugasemdir við “Páskar 2008”
  1. Svansa og Ninni segir:

    Það hefur ekki gengið alveg “Guddíulaust” hjá þér mágur sæll. Okkur dettur í hug að Jóhannes Reykjalín hefði sagt: “ja, hérna Hafsteinn minn”

  2. Gloría og Carlos segir:

    Það eru ekki allar ferðir til fjár.

  3. Hafsteinn segir:

    Svona ferðir eru það sem kallað er óborganlegar.

  4. Hafsteinn segir:

    Nú er Willýsinn kominn á samt lag, klár í næsta slag.

Skráðu athugasemd