Um Hafstein
Velkomin á síðuna mína.
Mig langar til að lofa ykkur að fylgjast með því hvað ég er að hafa fyrir stafni, í mínum frítíma. List alskonar hefur lengi heillað mig, ég fór snemma að fara á sýningar, horfa og skoða og fannst oft að ég ætti að geta gert eitthvað líka, enda eins og sumir sögðu, ég ætti að hafa það í blóðinu og þá sérstaklega úr móðurætt. (Litla – Árskógs systkynin.)
Í Iðnskóla lágu teikningar vel fyrir mér og ég naut þess að teikna. Ég kynntist svo eldsmíði þar sem glóandi járnið varð að formast eins og ég vildi og kaus svo að nota súr og gas og þar með var ég byrjaðu að smíða allskonar skúlptúra og nytjahluti.
Á þessum árum gerðist ég sölumaður fyrir Jón Engilberts og seldi eitthvað af hans verkum á Akureyri og nágrenni.
Síðar á æfinni fór ég að fikta með blíanta og kol, þá vatnsliti en fann mig ekki alveg í því. Ég sá auglýst námskeið hjá listmálaranum Veru Sörensen og þá fannst mér ég vera kominn á rétta braut, enn Vera er mjög fær og góður listmálari og há lærð úr listaháskóla í Moskvu og selur mikið af myndum eftir sig. www.artvera.com).
Í hennar skólun síðast liðin 4-5 ár sjáið þið sýnishorn af listsköpuninni og afraksturinn að einhverju leiti. Nú var ég kominn í olíumálun.
Takk fyrir
Hafsteinn Reykjalín
Hafsteinn fæddist 1.Apríl 1940 í Ásgarði á Hauganesi Árskógsströnd í Eyjafirði.
Hann stundaði sjómennsku frá unga aldri með föður sínum. Hann lauk mótornámskeiði 1959. Iðnskóla og vélvirkjun 1965 og meistaraprófi í vélvirkjun 1968. Hafsteinn hóf nám við Vélskóla Íslands 1968 og útskrifaðist þaðan Vélfræðingur 1971. Réðst þá til Eimskips sem vélstjóri á millilanda skipum þess og lengst af á Brúarfossi , fram til ársins 1977.
en þá hóf Eimskip starfsemi Ryðvarnarskálans í Sigtúni 5 og réð Hafstein sem forstöðumann hans, þar til árið 1968 að Hafsteinn stofnaði hlutafélag með fjölskyldu sinni og yfir tók rekstur Ryðvarnarskálans og rak fjölþætta þjónustustarfsemi fyrir bifreiðaeigendur ásamt Bílaleigu RVS, með fjórum útibúum úti á landi. Hafsteinn var annar aðaleiganda AVIS bílaleigunnar á árunum 1989-´92 er hann keypti hana alla og rak hana þar til hann seldi 1997, er hann hóf störf sem hótelstjóri á Hótel VÍK Síðumúla 19, fram til ársins 2001.
Gerðist leigubílstjóri í jan. 2001 og þá fékk hann tíma til að gefa sig að meiri frístundum og skráði sig þá á námskeið hjá listakonunni sem fyrr segir og nýtur enn leiðsagnar hennar.
Hafsteinn hefur verið vara, aðal eða formaður í ráðum og stjórnum fyrir Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi um árabil í atvinnumálanefnd 1982-1986, í Umhverfisráði frá ´86-2006 og Skipulagsnefnd frá 2006- Og aðalfulltrúi í kjördæmis og fulltrúaráðiráði Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.
Eiginkona Hafsteins er Ásthildur Inga Haraldsdóttir ritari( f. ballettdansari) og er hún einnig með verk sín á þessari síðu, —– Blý-glers myndir.
Málverkasýningar.
1. 2004 í Sjálfstæðissalnum Hlíðarsmára 19 Kóp.
2. 2005 í Sjálfstæðissalnum Hlíðarsmára 19 Kópavogi
3. 2006 í Frímúrarahúsinu Skúlagötu Reykjavík
4. 2007 í Frímúrarahúsinu Skúlagötu Reykjavík
5. 2008 í Frímúrarahúsini Skúlagötu Reykjavík
6. 2008 í Sjónarhól v/ Reykjavíkurveg í maí.
7. 2008 Gamla Borg i Grímsnesi í Ágúst.
8. 2008 Eden Hveragerði 30. Ág.-14. Sept.
9. 2009 Menningarnótt Í Reykjavík
10. 2009 Kirkjuhvoli á Akranesi nov. og des.
11. 2010 Hugmyndahúsinu feb.
12. 2011 Ráðhúsi Reykjavíkur samsýn. Júl/ág.
13. 2012 Ráðhúsinu á Dalvík
14. 2013 Hreyfilshúsinu
2009 byrjaði ég í Ljóðahóp Gjábakka þar var leiðbeinandi
Þórður Helgasson cand mag. þessi hópur hafði byrjað 2001 og gefið út eina ljóðabók á ári og nú 2. okt. 2017, erum við að gefa út okkar
17. ljóðabók Vesturgluggan.
2015 – 2017. hef ég gert mörg ljóð og lög við þau sem Össur Geirsson og fl. hafa útsett og sum fyrir kóra. Kór eldriborgara flutti lag eftir mig í Digraneskirkju
svo var flutt lag eftir mig á Fiskidaginn mikla 2015.
2016 á afmælisdaginn minn 1. apríl, afhenti ég Frímúrarakórnum 50 lög á nótum.
Nú er ég sjálfur tilbúinn með fjórðu ljóðabókina sem fer í prentun og útgáfu fljótlega.