Já,  komum seint að kveldi og slappað af til hádegis,  þetta var góð ferð og afslöppun í þessu fríi, mátuleg sól og gola þægilegur hiti 22-26 gr.  Eignuðumst þarna marga góða félaga sem kunnu að njóta lífsins ekki síður en við og einn var hann Hjörleifur, sem var orðinn kolbrúnn, ásamt sinni konu.

Við komuna til Kanarý,  nýkomin á  sólarbekkinn, með stóra krús af Kamparí  og kærkominn golu trekkinn.

Í kolbrúnann ég Hjörleif sá, með konu sinni á bekknum. Í makindum þar latur lá, ljúflingur úr bræðrahlekknum. 

Ég átti afmæli 1. apr. brottfarardaginn svo að ég  hélt smá upp á það þarna  við sundlaugabarinn daginn áður og bauð öllum upp á kampavin sem mér sýndist bara líka fjári vel og uppskar ótal kossa og lof viðstaddra sem sögðust myndu sakna mín mjööög.     Þetta er lífið………….

   —

Skráðu athugasemd