Það er sól í sálu minni,
sæll og glaður vakna ég.
Örmum þétt í návist þinni,
þú mér vísar réttan veg.
____
,,Öll við þráum, ást og hlýju,
auðvelt verður allt að nýju.
Oft þarf bara koss á kinn,
kæri elsku vinur minn.
____
Þó að stundum stormur næði,
syng ég þetta lag til þín.
Þá er eins og yfir bæði,
yndislega sólin skín.
___
Öll við þráum…
Ef að syrtir að í sálu,
styðjum þá hvort annað vel.
Sem á köldu svelli hálu,
höfuðsmiðnum okkur fel.
___
Öll við þráum…..
8. nóvember, 2009 kl. 9.02
Þetta er bara nokkuð gott hjá þér. Er þetta við eitthvað sérstakt lag, ef bróðir vildi raula þetta fyrir sína frú.
kv. Ragnar
9. nóvember, 2009 kl. 2.11
Sæll kæri bróðir.
Þða er búið að vera svo mikoð mað gera að maður hefur ekki gefið sér tíma til að svara fyrr en núna.
Ljóðið er alveg meiriháttar fallegt og það þarf ekki mörg orð um myndirnar, þær eru ótrúlega flottar.
Frábær fjölbreytni í þeim.
Góð kveðja í bæinn þinn.
Stóri kútur.