Nú er heimasíðan mín loksins komin í lag, svo að hver sem er getur skoðað og/eða skemmt sér við að eyða tíma í að skoða. Hún hefur legið niðri í um 1 ár og á þeim tíma hef ég verið að fikta við annað hobbý, tónsmíðar og texta gerð.
Tónsmíðar.
Ég hef aldrei lært á hljóðfæri í skóla, bara spilað eftir eyranu og sjálfmenntaður, en nú lét ég verða af því og er byrjaður í tónlistarnámi hjá Tónheimum.
Á síðasta ári.
hef ég gert 18, lög ýmist við texta eftir mig eða aðra svo og verið að hressa upp á lög og texta sem ég gerði þegar ég var 25 ára. Ég var ekki sáttur við að sjá þetta allt geymt og gleymt ofan í skúffum þar sem enginn sá. Ég var svo heppinn í Okt.2009, að kynnast frábærum útsetjara og skólastjóra Lúðrasveitar Kópavogs, Össuri Geirssyni sem hefur útsett öll mín nýjustu lög og fært þau á nótur, þannig að þau eru aðgengileg þeim er vilja skoða..
Málverk. 23.01.2011.
Nú er ég að undir búa nokkur málverk sem eiga að fara á samsýningu sem félag Frístundamálara heldur í Víkinni. Sjóminnjasafni Rvk. Sýningin opnar 12.feb. ’11 og stendur í tvær vikur.
Þetta er þá í 12. sinn sem ég set upp sýningu. Bara gaman.

Ein athugasemd við “23.01.2011. Loksins, reykjalin.is virk aftur.”
  1. Katrín H segir:

    Meiriháttar hjá þér ég hlakka til að sjá og heyra 😉

Skráðu athugasemd