Lífið það er leikur einn og gaman.

Texti: Hafsteinn Reykjalín

Lag: Litla flugan. Sigfús Halldórsson

Lífið það er leikur einn og gaman

leikum okkur nú í púðursnjó.

Förum upp í fjöll á bretti saman

flýtum okkur þar er kyrrð og ró.

Tökum skíðin, töskuna og nestið

og tengdamamma hún fer bílnum á

en traustlega nú treilerinn við festið

og tryggið það sem ekki glatast má.

Trall la la la tralla la la la la,

tökum alltaf góða skapið með

trall la la la tralla la la la la,

tröllum nú það léttir allra geð.


Tökum skíðin, töskuna og nestið

og tengdamamma hún fer bílnum á,

en traustlega nú treilerinn við festið,

;;og tryggið það sem ekki glatast má;;.

Skráðu athugasemd